Fálkaklettur Via Ferrata er í eigu Fjallafélagsins.
Fjallafélagið
Sagan okkar
Fálkaklettur Via Ferrata er rekið af Fjallafélaginu. Fjallafélagið var stofnað árið 2010 og hóf starfsemi sína með því að skipuleggja ferðir á Hvannadalshnjúk, hæsta tind Íslands. Síðan þá hefur félagið vaxið og dafnað og staðið fyrir hundruðum göngu- og klifurferða bæði á Íslandi og víða um heim. Meðal áfangastaða okkar erlendis eru grunnbúðir Everest, Kilimanjaro, Inca-leiðin til Machu Picchu, Japan, Tour du Mont Blanc og Dolomítarnir, svo fátt eitt sé nefnt. Gildin okkar hafa ávallt miðað að öryggi, áskorunum og ógleymanlegri upplifun.


Frá ævintýrum í Ölpunum til Fálkakletts
Í gegnum árin varð via ferrata klifur einn af hápunktum margra ferða Fjallafélagsins erlendis. Þaðan kviknaði svo hugmyndin að því að búa til via ferrata leið á Íslandi. Við vildum einfaldlega búa til upplifun þar sem bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn gætu notið sömu spennu og ævintýra hér á landi, líkt og við höfum upplifað erlendis. Sú sýn varð að veruleika í Fálkakletti, einstæðri via ferrata leið í Esjunni, þar sem má njóta stórbrotins útsýnis yfir hafið, Reykjavík og nágrenni.
Við elskum ævintýri!
Þetta er fólk að segja um Fálkaklett via ferrata
“Adventure and beautiful views.”
I highly recommend the Fálkaklettur Via Ferrata near Reykjavik if you and your family like climbing, adventure and beautiful views. I easily booked the standard climb (about 2.5 – 3 hrs) online for me and my 18 yr old twin daughters.
Emilie Flink








