Bóka ferð í Fálkaklett
Bókaðu ævintýraferð upp klettastíginn Fálkaklett í Esju. Á leiðinni er einstakt útsýni yfir sundin blá og til höfuðborgarinnar. Stærsta upplifunin er að sigra sjálfan sig og klára brautina upp á topp Fálkakletts og niður aftur. Innifalið er búnaður, kennsla og leiðsögn. Ferðin byrjar við Esjustofu og tekur alls um 3 tíma.
