Fálkaklettur – Klettastígur í Esjunni

Ógleymanleg upplifun

Bókaðu ævintýraferð upp klettastíginn Fálkaklett í Esju. Á leiðinni er einstakt útsýni yfir sundin blá og til höfuðborgarinnar. Stærsta upplifunin er að sigra sjálfan sig og klára brautina upp á topp Fálkakletts og niður aftur. Innifalið er búnaður, kennsla og leiðsögn. Ferðin byrjar við Esjustofu og tekur alls um 3 tíma.

  • Vottaðir ferðaleiðsögumenn leiða þig upp Fálkaklett

  • Allur búnaður og öryggisráðstafanir í samræmi við evrpóska staðla

  • Hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum – ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu af Via Ferrata klifri

Extreme Sports Bike
Extreme Sports Mountain Climbing
Upplifðu ævintýrið

Hvað er Via ferrata?

Via ferrata (merkir járn stígur á ítölsku) á uppruna sinn í Ölpunum, einkum á Ítalíu og í Austurríki, en er nú vinsælt sport um allan heim. Lagðir eru stálvírar upp kletta sem klifrarar festa sig við með sérhönnuðum búnaði.

Tímalengd

Um það bil 3 klukkustundir

Hækkun

Hækkun upp á 250 metra

Þyngdartakmörk

40 – 120kg

Aldurstakmark

Að lágmarki 14 ára. 16 ára og yngri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.

Líkamleg geta

Þú þarft að geta gengið upp bratta brekku og hafa góðan handstyrk – ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu af Via Ferrata klifri

Fálkaklettur – klettastígur í Esjunni

Algengar spurningar

  • Aðgangur
  • Leiðsögn
  • Leiga á öryggisbúnaði
  • Orkustykki
  • Vatnsbrúsí
  • Skel-jakki
  • Síðar buxur
  • Buff
  • Hlýr fatnaður eftir veðri
  • Hanskar með leðri eða gúmmí gripi. Einnig er hægt að fá slíka hanska lánaða hjá okkur
  • Gönguskór. Við mælum með uppháum gönguskóm með grófum sóla en einnig má vera í utanvega hlaupaskóm
  • Við mælum ekki með að taka bakpoka í klifrið en hægt er að skilja tösku eftir fyrir neðan leiðina

Apríl til október

Esjustofa, í um 25 mínútna aksturfjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur.

Við erum staðsett í Esjustofu við Esjurætur

Hér er staðsetningin í Google Maps:

https://maps.app.goo.gl/YDsvf8faraRLzu1u6 

Það er almenningssalerni við bílastæðið við Esju. Það eru engin salerni á sjálfri Via ferrata leiðinni en við erum með salernisaðstöðu í Esjustofu.

Hægt er að fara klettastíginn í Fálkakletti á eigin vegum. Uppfylla þarf eftirfarandi skilyrði:

  • Bóka tíma með því að senda tölvupóst á info@falkaklettur.is og greiða kr. 4.500 á mann
  • Hafa viðeigandi reynslu af klifri
  • Hafa viðurkenndan öryggisbúnað, þ.m.t. hjálm, klifurbelti og Via ferrata búnað með höggvörn í samræmi við staðal EN 958

Bókun er bundin við ákveðinn tíma sem skarast ekki á við okkar hópa.

Öll sala og leiðsögn þarf að fara í gegnum Fjallafélagið ehf.

Svæðið er vaktað með eftirlitsmyndavélum.

Afbókun með meira en 24 tíma fyrirvara: Full endurgreiðsla
Afbókun með minna en 24 tíma fyrirvara: Engin endurgreiðsla

Já, þú getur keypt gjafabréf hjá okkur hér á vefsíðunni

Ummæli frá fyrri gestum

“Adventure and beautiful views.”

I highly recommend the Fálkaklettur Via Ferrata near Reykjavik if you and your family like climbing, adventure and beautiful views. I easily booked the standard climb (about 2.5 – 3 hrs) online for me and my 18 yr old twin daughters.

Emilie Flink

“Thrilling and rewarding”

A complete beginner with serious height issues came down from Fálkaklettur with a giant smile — the Via Ferrata is a thrilling and very rewarding experience! The climb was a real workout, both physically and mentally, but the payoff is incredible!

Kristrún H

“Very helpful guide.”

Beautiful experience! Recommend for a beginner and more advanced people. If you like adventure you need to try it. Biers from a top are amazing. Route is well prepared and equipment in a good condition. Our guide Elli was very helpful.

Hania Marchewka