Við höfum fengið frábærar viðtökur og framlengjum 50% opnunartilboð til 31. október

Fálkaklettur Via ferrata Iceland

Bókaðu sérferð fyrir 5+ með því að senda okkur tölvupóst!

Fálkaklettur
Klettastígur í Esjunni

Ógleymanleg upplifun

Bókaðu ævintýraferð upp klettastíginn Fálkaklett í Esju. Á leiðinni er einstakt útsýni yfir sundin blá og til höfuðborgarinnar. Stærsta upplifunin er að sigra sjálfan sig og klára brautina upp á topp Fálkakletts og niður aftur. Innifalið er búnaður, kennsla og leiðsögn. Ferðin byrjar á bílastæðinu við Esjurætur og tekur alls um 3 tíma.

Hvað er Via ferrata?

Via ferrata (merkir járn stígur á ítölsku) á uppruna sinn í Ölpunum, einkum á Ítalíu og í Austurríki, en er nú vinsælt sport um allan heim. Lagðir eru stálvírar upp kletta sem klifrarar festa sig við með sérhönnuðum búnaði.

Upplýsingar

Tími

3 tímar

Hæðarhækkun

250 metrar

Þyngdartakmörk

40 - 120 kg

Aldurstakmark

14 ár. 16 ára og yngri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.

Líkamleg geta

Þú þarft að geta gengið upp bratta brekku og hafa góðan handstyrk

Reynsla

Ekki er gerð krafa um reynslu af klifri

Algengar spurningar

Aðgangur, leiðsögn og leiga á öryggisbúnaði

  • Orkustykki
  • Vatnsbrúsí
  • Skel-jakki
  • Síðar buxur
  • Buff
  • Hlýr fatnaður eftir veðri
  • Hanskar með leðri eða gúmmí gripi. Einnig er hægt að fá slíka hanska lánaða hjá okkur
  • Gönguskór. Við mælum með uppháum gönguskóm með grófum sóla en einnig má vera í utanvega hlaupaskóm
  • Við mælum ekki með að taka bakpoka í klifrið en hægt er að skilja tösku eftir fyrir neðan leiðina
Apríl til október

Bílastæðið við Esjurætur.

Þegar komið er frá Þjóðvegi 1 er beygt til vinstri og ekið um 200 metra í vestur og lagt þar á malbikuðu bílastæði þar sem við hittum ykkur.

Hér er staðsetningin í Google Maps:

https://maps.app.goo.gl/PNBf4p9ZNELEQyaW7

Salerni eru staðsett á bílastæðinu við Esjuna

Hægt er að fara klettastíginn í Fálkakletti á eigin vegum. Uppfylla þarf eftirfarandi skilyrði:

  • Bóka tíma með því að senda tölvupóst á info@falkaklettur.is og greiða kr. 4.500 á mann
  • Hafa viðeigandi reynslu af klifri
  • Hafa viðurkenndan öryggisbúnað, þ.m.t. hjálm, klifurbelti og Via ferrata búnað með höggvörn í samræmi við staðal EN 958

Bókun er bundin við ákveðinn tíma sem skarast ekki á við okkar hópa.

Öll sala og leiðsögn þarf að fara í gegnum Fjallafélagið ehf.

Svæðið er vaktað með eftirlitsmyndavélum.

Afbókun með meira en 24 tíma fyrirvara: Full endurgreiðsla
Afbókun með minna en 24 tíma fyrirvara: Engin endurgreiðsla

Play Video