Fálkaklettur Via ferrata Iceland

Gjafakort í ógleymanlega upplifun

Kauptu gjafakort í ævintýraferð upp klettastíginn Fálkaklett í Esju. Á leiðinni er einstakt útsýni yfir sundin blá og til höfuðborgarinnar. Stærsta upplifunin er að sigra sjálfan sig og klára brautina upp á topp Fálkakletts og niður aftur.

Hvað er Via ferrata?

Via ferrata (merkir járn stígur á ítölsku) á uppruna sinn í Ölpunum, einkum á Ítalíu og í Austurríki, en er nú vinsælt sport um allan heim. Lagðir eru stálvírar upp kletta sem klifrarar festa sig við með sérhönnuðum búnaði.